16.9.2008 | 14:38
Í Bankó!
Stíga fyrsta skrefið?
Illa góð hugmynd....
Ég sit hérna á Kaffitári í Bankastræti þar sem manni líður hvað best! Nú einmitt rétt í þessu fékk ég að heyra að ég er kominn í landslið kaffibarþjóna ásamt Pálmari frá Te og Kaffi, Bóel og Önnu Sóleyu frá Kaffitári.....
Svo mun Imma frá Kaffismiðju Íslands þjálfa okkur og að sjálfsögðu leiða okkur til sigurs! Ég er mjög emotional yfir þessu öllu og gleðin leynir sér ekki, ég verð brosandi hringinn út árið, þetta er smá svona "dream come true" nú get ég virkilega farið út og lært óteljandi hluti!
En þetta felur að sjálfsögðu í sér að ég mun keppa á Íslandsmeistaramóti í cupping eftir mánuð og svo á Evrópumóti Kaffibarþjóna eftir tvo mánuði í Trieste á Ítalíu, ísland lenti í 5 sæti í fyrra í Rússlandi og við ætlum að sjálfsögðu að bæta um betur og gera góða hluti en fyrst og fremst fara til að skemmta okkur og njóta dvalarinnar, læra nýja hluti og kynnats góðu fólki!! Ef til vill á ég eftir að kynnast fólkiur kaffibransanum frá Suður Ameríku ef einhevrjir gera sér leið til Evrópu og nýtt mér einhver sambönd þegar ég fer í ferðalagið mitt.... aldrei að vita!
Lífið er ótrúlega gott.... segji ekki annað!
Athugasemdir
Fyrir þá, sem eru ansi "ófróðir" um kaffi, hvað er cupping?
metta (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 15:50
haha cupping er keppni í að smakka kaffitegundir, lýsa þeim og greina tegund frá öðrum tegundum bara með þvi að smakka;)
Anton Sigurður Sigríðarson, 16.9.2008 kl. 15:51
Hehe frábært að heyra að þú ert kominn í landsliðið strákur :D
Kemur mér samt ekkert á óvart.
Svo færð þú að fara út á undan mér óréttlátt og Face á móti im second to best in commenting.
:P
Og skal fara hitta þig fljótt áður en þú ferð út..
hehe
Óðinn Thor (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:12
Ahahaha, amma Gestapó. Þetta nafn mun sennilega aldrei deyja. En mér þykir geggjað að þú sért farinn að blogga, Anton, og TIL HAMINGJU!!! VEI! Ég samgleðst þér innilega, elsku Anton minn. Krúttdúllubossi.
Hlakka til að fylgjast með þér hér, my doll. Úff, ég er eitthvað voðalega væmin...
erla (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:30
jesszz. það var mikið maður! ég bætti þér í blogghringinn minn í apríl eða eitthvað..haha en þú kannt þetta anton, láta mann bíða spenntan eftir þér, ha?;)
til hamingju með kaffið þú coffeeman. maður þyrfti að fara að koma til þín og fá sér einn latte sem fyrst, haha, hjá svona pro eins og þér.
hlakka til að sjá þig bráðum beibeh
védís (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:57
Ohh til hamingju!!! Geggjað!! Var einmitt að hugsa um þig í gærkvöldi, "hvernig hefur nú gengið hjá Antoni" Auðvitað rúllaðir þú þessu upp! Ánægð með þig:*
eygló Einarsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 17:49
Ómægaad þú ert með blogg! Rokk og ról sexípæ, ég er stolt af þér þú þarna kaffigúrú. Leiðinlegt að hafa misst af innflutningspartýinu, ég var jú stödd í Keflavík en ég klúðraði þessu.
Pís beib
Heiða (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 17:51
hææ esskan... gepveikt til hamingju með þetta kaffigaur. en samt síðan er vitlaus, sko þú ert ekki lengur ASM heldur ASS haha:P en sjáumst vonandi og svo auddað kemurðu í heimsókn og við til þín(ó, Reykjavík) haha en ég gekk í dag yfir Súlimýrarnar og svo fór niður hjá vín og þaðan heim, múhaha! hvert er þitt næsta fjall? en seeyaa!!
Sonja syst (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 18:02
Til hamingju elsku Anton. Ég er stundum að velta því fyrir mér hvort að seinna meir muni maður hugsa til baka og segja.. 'já ég var nú með þessum í skóla'; hvað þá 'ég var með honum í bekk'. Ég get þegar sagt þetta um þig. 'Já strákur sem var með mér í bekk er í kaffibarþjónalandsliðinu'. Hversu flott er það? Fyrir svo utan hvað annað þú átt eftir að afreka - sem verður ekki lítið drengur!
Katrín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 18:39
Og svo ertu bara orðinn Sigríðarson í þokkabót.. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að bregðast við því þar sem við erum ekki samnafnfeðra lengur.
Katrín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 18:43
vá..... maður klökknar bara....allir að kommenta hjá mér...snökt!
Anton Sigurður (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 19:54
Til hamingju með að vera komin í landsliðið :) Við MA-ingar munum taka yfir heiminn einn daginn...
Annars vildi ég bara kvitta fyrir komuna..
Og já, ég bæti þér að sjálfsögðu við í blogghringinn
Snædís Ósk (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 02:11
Hahahaha vá hvað mér finnst skemmtileg tilviljun að þú hafir núna skammstöfunina ASS hehehe :D Er ég kannski of dónaleg núna hehe?
Cupping keppni hljómar ótrúlega vel, en ég held ég sleppi því núna.
Annars vildi ég bara óska þér til hamingju með árangurinn ;)
metta (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 09:09
Til hamingju með þetta allt saman Anton minn :)
Maður hefur alltaf vitað að þú átt eftir að afreka stóra og mikla hluti í lífinu!
Ég segi bara eins og Katrín - það er ótrúlega gaman að geta sagt: Já Anton, ég var nú með honum í bekk! :) Þú átt þetta allt skilið.
Sakna þín!!
oddný lísa (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 10:04
hahaha metta - ASS! Anton,hvað hefur þú um þetta mál að segja?:)
védís (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 10:43
Æjj til hamingju með landsliðið og gangi þér vel! :)
Verð dugleg að kíkja hingað núna ;)
Erna (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 10:56
hehe jújú ég var búinn að velta þessu fyrir mér... ég giftist bara einhverjum fabio og fæ mér eftirnafn í endann þá er þetta ekki ass lengur hahahahahahah!
Anton Sigurður (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 14:17
Anton elskan! ég á fabio - hann er minn láttan vera! hahaha
Vala Stefánsdóttir, 24.9.2008 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning