17.9.2008 | 14:36
...á vestfirðina heldur hann!
Seiðandi Karabíska tónlistin frá Putumaya krökkunum er unaðsleg, það er yndislegt að sitja hér á Te og Kaffi fyrir ofan Mál og Menningu og láta sig dreyma um hitann heima í Panama og ekki er verra að hafa góða tónlist sem ýfir upp nostalgíuna!
Þegar maður starfar í þjónustustörfum á borð við þau sem ég vinn við, þ.e.a.s. kaffibarþjónn, þá á maður fastan hóp kúnna sem koma oft og reglulega ef upp á hvern einasta dag, margir hverjir eru yndislegir þó svo að sumir séu afar sérstakir og erfiðir, en samt elskar maður þetta fólk..... svona fólk sýnir manni það að maður er nú að gera sitthva ðrétt allavega nóg til að það komi aftur, ég sakna hvað mest þess hóps sem var orðinn fastur á Akureyrinni, þar áttum við yndislegan hóp, og það var svo gaman að fá einn fastakúnnan í morgun sem tilkynnti mér það að Te og kaffi á Akureyri væri með bestu kaffihúsum sem hún hefði farið inná! Akureyrin er best... si!
Ég fékk skemmtilega pöntun áðan: einfaldan koffínlausan soya latte með sykurlausu sírópi..... haaaa???
En já, núna á föstudaginn fer ég með Völunni, Siggunni og Önnunni minni sem búa með mér í Kommúninni að Ránargötu 42 til Ísafjarðar. Ég hef aldrei komið þangað, þetta er mjög spennandi:) Ég er að fara að þjálfa upp starfsfólk á kaffi Edinborg sem opnaði þar fyrir ári síðan, þetta er verðugt og spennandi verkefni, hlakka til að sjá liðið, það er kannski skemst frá því að segja, að ein stúlkan sem ég er að fara að þjálfa í espresso og mjólkurlistinni, kenndi mér mín fyrstu handtök á Gaccia vélina á Kaffi Karólínu fyrir einu og hálfu ári síðan...... svona er heimurinn skondinn og skrítinn.... en einnig viðjum við að Anna komi mðe okkur á Ísafjörð svo við getum haldið henni myndarlega afmælisveislu þar sem að hún á afmæli á sunnudaginn næstkomandi.
Smá svona... ást frá Akureyri.......;)
Athugasemdir
Hæ krúttið mitt, skrýtið að fara í Te og Kaffi og hitta þig ekki.... hmmm maður verður bara að fara að kíkja á þig þarna í borginni:) Hafðu það gott og skemmtu þér vel á Ísafirði, það er sjúklega fallegt þar;)
ást frá Akureyri
Valdís Anna Jónsdóttir, 17.9.2008 kl. 14:51
Úúúúlalla! Ísafjörður! Það er yndislegt ;) enda mitt home sweet home ;) Skemmtu þér dúndur vel og bið að heilsa Erik ;) hehe
Hrafnhildur Ýr Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 14:54
æi það er ekki laust við að ég sakna soldið Akureyrar. En skemmtu þér vel, sárt að fá þig ekki á tjúttið um helgina en það bíður betri tíma:) love you
eygló Einarsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 15:47
Hlakka til að fá þig vestur Anton Sigurður!
Móðir mín ætlaði að athuga fyrir mig hvort þið getið verið í bústaðnum;)
Ástást.
Helga Lind Mar (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:05
Hæ sæti ;) Skemmtu þér vel fyrir vestan
Bryndís Þ. (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 18:42
mmmh takk fyrir spúinið áðan
Bagginn (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 23:01
Anton NEIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
af hverju ertu að hommast á ísafjörð????
ég er að koma til reykjavíkur um helgina og ætlaði svo að djamma með þér stráksi.
:(
Dóra (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 13:45
p.s. gaman að sjá blogg hjá þér, ég lofa að blogga í París, hef engu að segja frá eins og er... telja upp alla heitu folanna sem ég mun hitta múhahah
Dóra (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 13:47
hahah ég mun fylgjast með þér en vestfjarðarferðin breyttist þannig að við erum ða fara að hittast á Föstkvöldið en ég djamma ekki fyrr en á laukvöld:S
Anton Sigurður (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 15:21
Anton? Hvað sé ég?
Ertu ekki að koma vestur núna? Eða ég skil ekki.
Ringluð HelgaLind
Helga Lind Mar (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 10:27
Næs, heyri í þér í kvöld
Dóra (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning