19.9.2008 | 16:46
Maður er soddan Grúppía.....
Það er merkilegt hvað maður getur gert áhugamál sitt að mikilli ástríðu....Eins og flestum er orðið kunnugt er kaffi stór partur af mínu lífi... En Ég hef verið að velta fyrir mér einstaklingum... hvað á ég við... jú einstaklingum sem hafa sérhæft sig í því sama og ég ætla mér að gera.. Kaffi!
Hildur Friðriksdóttir, Jónína Tryggvadóttir, Sonja Grant, Ingibjörg "Imma" Jóna, Kristín Ingimars.... og svo mætti lengi áfram telja.... allt nöfn sem segja sumum ykkar ekki nokkurn skapaðan.. en fyrir mér eru þessar dömur ásamt svo mörgum öðrum, fólk sem ég lýt ótrúlega upp til í mínu fagi og nýti mér öll þau tækifæri sem bjóðast til að læra af þeim, Imma er einmitt að fara að þjálfa mig ásamt liðinu fyrir Evrópumótið í Nóvember:) og Hildur hefur kennt mér allt sem ég kann:) Hún vakti upp þessa ástríðu hjá mér.... Ég er vissum að þið gætuð öll komið með nöfn sem gefur ykkur gæsahúð en ég myndi sjálfsagt ekkert vita hverjir eru.... æ það er svo gaman að vera svona grúppía...
En ástæðan fyrir því að ég fór að blogga um þetta er sú, að ég var í vinnunni í dag og Ása Jelena Petterson labbaði inn á kaffihúsið. Ég þekki hana ekkert persónulega en lít upp til hennar sem einstakling í hennar fagi. Ása hefur náð lengst íslendinga í úrslitum á Heimsmeistaramóti Kaffibarþjóna en hún kom fyrst inn úr undanúrslitum á heimsmeistaramótinu(sem Jónína Tryggva gerði líka 2005) í Boston 2003 og lenti svo í öðru sæti í úrslitum. Hún dæmdi mig líka á síðasta íslandsmeistaramóti.
Það þarf svo lítið til að gera mann ánægðan stundum.... það verður merkilegt að sjá hvernig ég verð í Trieste í nóvember í kringum allt þetta kaffi-fólk sem þar verður:)
Anna Sóley fær sko bros dagsins fyrir að bjóða mér kaffi í dag:) Takk Anna... þú ert æði!!!
Athugasemdir
æi mús
eygló Einarsdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 17:18
Ertu að tala um Hildi Friðriksdóttur sem á dóttur sem heitir Steingerður, alveg eins og mamma mín?
Ástríðufulli Anton.
erla (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 17:50
o vá hvað ég ætlað farað kíkka í kaffi til þín!! ertu á bankastræti eller?
Sigrún (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 22:21
halló sætur :)
Vala Stefánsdóttir, 20.9.2008 kl. 00:21
hah nie Sigrún mín ég vinn hjá te og kaffi fyrir ofan Mál og menningu á Laugaveginum....ooo hlakak ti lað sjá þig en það er partý hiema hjá mér í kvöld!!! siii Kommúnupartý! Vei!
Anton Sigurður Sigríðarson, 20.9.2008 kl. 10:46
váhvað það var gaman að hella hvítvíni yfir hvort annað vinur minn
védís (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning