24.9.2008 | 12:32
Bold and the.....!
Eitt svona ótrúlega skemmtilegt! Í gærkvöldi kíkti ég á bloggið mitt og viti menn, ég var búinn að fá 140 gesti á bloggið mitt.... það er griðarlegur fjöldi!! Ég talaði um þetta við Völu mína og við ákváðum að kíkja á vinsælustu blogg Morgunblaðsins og þar komst ég ekki nálægt því inn á lista svo við skoðuðum heimsóknir nokkurra þeirra sem eru með vinsælustu blogginn.... 50 heimsóknir var einn með...hmm... þannig að ég ákvað að skoða vinsælasta blogg Morgunblaðsins og hey, það var verið að blogga um Glæstar vonir og sú var með yfir 1700 heimsóknir, kannski ég bloggi um það...skemmtilegt:)
En þetta var bara svona smá útúrdúr...
Er að vinna í Te og kaffi Griffli, í Skeifunni, var látinn taka strætó hingað...mikið svakalega vil ég gera sem minnst af því! Strætó er ekki mín hugmynd um skemmtun...þ.e.a.s. að átta sig á því að taka strætó... allir segja að þetta sé ekkert mál...ég vil eiginlega bara að þetta sé mál, þá hef ég afsökun til að taka ekki strætó... svo er alltaf gaman að vera "sveitafélagsrækin"og velta því fyrir sér hversvegna Reykvíkingar eru ekki búnir að ná svo langt eins og við á Akureyri með fríkeypis strætó og fríkeypis stæðum!!! Fríkeypis selur, fríkeypis er gott!
Fyrsti fundur landsliðsins er í kvöld... spenna spenna.. læt ykkur fylgjast vel með!
Annars var ég á vafri um netheiminn í gær og fann gömul blogg frá því að ég bjó í Panama..... hryllingur! það er alltaf hálfpínlegt að finna svona hluti. En það var þá.... kannski ég skelli inn gamalli bloggfærslu frá Panama...bara upp á hressleikann
Annars er hér mynd af mér síðan apríl 2006, þarna er ég upp á hálendi Panama.... daginn sem þessi mynd var tekinn fór ég að sjá Kaffiekru í Boquete en þaðan koma frægar kaffitegundir á borð við Apakaffið, Panama Diamond mountain, Panama Geisha.... Í bakgrunninn sjáiði fjallagarð þar sem ég lagði leið mína... gekk í gegnum allann eldfjallagarð Eldfjallsins Barú, þar sá ég einnig sjaldgæfa fuglategund sem er sjálfsagt með þeim fallegustu sem ég hef séð, Quetzal.
En gottgott!
Athugasemdir
gwooð anton minn veistu boldið er svo inn ég er svo heit því, taylor festist í lyftu í gær með forrester gaurnum... og svo komust þau að því að hann er í raun pabbi hennar og hún væri ætti barn sem að hún vissi ekki af ....
Vala Stefánsdóttir, 24.9.2008 kl. 13:30
hæ elskan
lífið er fullt af ævintýrum, og strætóævintýri getur verið spennandi. Þú veist að það sem maðurinn þrífst á eru erfiðleikar, eymd og volæði, svo hægt sé að líta til baka með gleði yfir að hafa komist í gegnum þá reynslu... þá er allt svo gaman jeij...
Kannski maður prófi að fara bara á rúntinn í strætó !
Ragna (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 15:54
hahah Kannski við förum saman Ragna...hvernig hljómar það?? hahahaha
Anton Sigurður (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 22:53
Kannski ég taki upp á því að blogga um það hvað er að gerast í Glæstum vonum hérna í Ameríku, sem er einhverjum árum á undan því sem er að gerast heima
Það eru rooosalegir hlutir að gerast hérna þessa daganna... Úff..
Kannski ég yrði vinsælasti bloggarinn á bloggar.is?
Snædís (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 03:17
Vala, er hver pabbi Taylor? Eric?!!
Anton, ég fylgdist alveg svolítið með blogginu þínu þegar þú varst í Panama. Spáðu í því. Var það ekki einmitt um það leyti sem þú hafðir ekki hugmynd um hver ég var? Eða er það ekki það sem þú hefur talað um?
erla (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 18:49
Ég vil miklu frekar lesa þitt blogg heldur en Bold and the Beautiful. Ég missti áhugann á Bold þegar að Taylor dó. Og hafði verið dáin í klukkutíma. Þegar að flækingurinn sem að orsakaði dauða hennar og hún, svifu fyrir ofan fólkið í kringum sjúkrarúmið og hann ákvað að gefa henni lífið aftur.
Þá sagði ég stopp.
Lovelovelovelove.
Helga Lind Mar (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 10:56
HAHAHAHAHAHAHAH
Anton Sigurður (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning