...hann sendir boltann og það er mark!

"Þú, drengur minn þarft að læra að spila fótbolta þar sem að spilaður er einn leikur í einu"

og með því var hann að meina að ég hugsa svo hrikalega langt fram í tímann og er að plana fleira en ég á að vera að gera. Er það ekki rétt skilið hjá mér að í fótbolta leika menn einn leik og einbeita sér alfarið að honum, og þar reyna þeir að gera sitt besta!

Ég er svo metnaðarfullur þessa dagana, ég hugsa alfarið um eitt og það er Evrópumótið í nóvember. Nú er komið svona ca. plan á þetta allt saman. Í kvöld er fyrsta "landsliðsæfingin". SKipulagið er þétt og skemmtilegt! Alla mánudaga hittumst við Pálmar, Anna Sóley og Bóel(landsliðið) á kaffihúsum borgarinnar og ræðum um heima og geima, skipuleggjum og fræðumst um hitt og þetta, deilum lífsreynslu og prófum kaffi! Alla miðvikudaga eru svo æfingar þar sem við ristum kaffi, smökkum kaffi, skoðum te, fáum fyrirlestra og lærum meira og minna verklega. Annanhvern föstudag hittumst við heima hjá okkur og eldum saman, en hugmyndin er að við komum með einhvenr mat sem við viljum prófa okkur áfram með og reynum að stilla okkur saman í eldamennsku. Í kvöld byrjum við heima hjá Pálmari og svo heima hjá Önnu, svo ég held ég og svo Bóel! Svo reynum við að nýta helgarnar í eitthvað húllumhæ. Til að mynda ætlum við að reyna að fara í sumarbústað saman næstu helgi:) 25. október er ég svo að keppa í Kaffi og góðum vínanda í Smáralindinni, 26. keppi ég svo í fagsmökkun (cupping Metta cupping;)...) En þetta eru Íslandsmeistaramótin. Morguninn 12. nóvember fljúgum við landsliðið út til London, þaðan til Mílanó og svo með lest til Trieste þar sem við förum í smá welcome partý. Keppnin sjálf er 13 til 15 og verðleunaafhending er 15. nóvember. Eftir verðlaunaafhendingu ætlum við liðið að reyna ða fara í Sandali sem er einn byrgji Te og kaffis hér á íslandi og fá smá fyrirlestur um starfsemina þar. Seinna um kvöldið eða daginn eftir ætlum við svo að reyna að fara til Feneyja og flakka á milli Kaffihúsa, fá okkur rándýra og fræga espresso bolla! Svo reiknum við með að fljúga heim til íslands að kvöldi 17. nóvember, reynslunni ríkari og vonandi sem Evrópu meistarar!! 

Það gefur að kynna að ég er mjög spenntur núna og hef ég undanfarið velt fyrir mér hvernig ég get gert áhugamál mitt að lífsstarfi, manneskjan sem ég lýt hvað mest upp til í kaffi gerði þetta á sínum tíma og henni hefur tekist vel upp, hlýt að geta gabbað hana í samstarf með mér í framtíðinni;) si? haha og já Erla dóttir hennar ber sama nafn og mamma þín:) híhí!

En það er bara hellingur að segja frá, í gær fór ég með Pálmari í kaffismiðju Íslands sem er með flottustu kaffihúsum sem ég hef séð um ævina... þetta verður mitt kaffihús án efa! ég er dolfallinn yfir því hevrju Sonja og Imma hafa áorkað.... það opnar bráðlega, þar fékk ég til að mynda að sjá skipulagið, fallega bleika brennsluofninn og verðlaunasafn Ásu Jelenu;) En best var þó að sjá hversu mikið Sonja geislapi þegar hún var að sýna okkur alltsaman! Þær eru að lifa draum allra kaffiáhugamanna!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli þessi Pálmar sé frændi minn? Ég veit ekki um nokkurn annan sem heitir Pálmar nema þá þessa sem eru skyldir mér. Þetta er í ættinni skilurðu. Nei nei, ég segi bara svona.

Þetta er rosalega spennandi Anton. Mikið er ég ánægð fyrir þína hönd. Ég vildi óska að ég ætti eitthvað svona áhugamál sem ég væri jafn góði í og þú, hvað þá að komast áfram í faginu. Bara innilega til hamingju dúddi minn.

Katrín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 22:20

2 identicon

Anton, ég hef ekki við að skoða hjá þér bloggið. Hvernig geturðu bloggað á hverjum degi? Úff. Meira um að vera hjá þér í lífinu en hjá mér eða? hahha. Þú ert krútt snúðurinn minn. Núna er verður þetta bara eitt af þessum daglegu rútínum, vakna með Birtu, gefa henni að borða, tjékka á blogginu hans Antons, basla eitthvað, tjékka á blogginu hans Antons, basla meira áður en ég fer að sofa og enda svo daginn á því að tjékka á blogginu hans Antons. haha

Katrín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 22:31

3 identicon

æi en ótrúlega frábært Anon minn! ég vildi að ég ætti svona áhugamál sem ég væri svona mikil ástríða!! Er mjög glöð fyrir þína hönd:D

Ást frá París:*

Eygló Einarsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 23:16

4 identicon

Hahaha cupping einmitt! ;) Mér finnst svo krúttlegt hvað þú ert heillaður af kaffi hehe :D Er einmitt sammála Eygló, ég held ég eigi mér ekkert áhugamól sem ég hef jafn mikinn eldmóð fyrir eins og þú hefur í þessu kaffibrasi þínu!

Og já, hvernig er hægt að vera svona ofvirkur að blogga? Helst það í hönd við að þú hangir á kaffihúsum allan daginn? :D

metta (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 16:48

5 identicon

Beisiclý já...en hef ekert verið að hanga á kaffihúsum um helgina þannig að ég reikna með góðu bloggi eftir helgi!

anton Sigurður (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 19:09

6 identicon

Þú ert dúlla. Ég er afar forvitin hvað framtíðin mun leiða í ljós hvað hagi þína varðar, Anton minn.

erla (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband