29.9.2008 | 12:35
notum orðin okkar...
Þetta er bara spurning um að velja og hafna... Ég er búinn að vera að reyna að plana hvað ég vilji gera við fríárið mitt, þ.e.a.s. áður en ég fer í háskóla.....og ég held að það sé að koma einhver mynd á þetta, það gefur að skilja að Trieste ferðin mín í nóvember setur visst strik í reikninginn en lítum bara á það sem tækifæri til að skoða annað....
Mamma ætlar að fá vinkonu sína á Nýja Sjálandi skoða fyrir mig ódýrustu flugin þannig að stefnan er tekin á Nýja Sjáland milli jóla og nýárs og þar gef ég mér tvær ti þrjár vikur til að fara þennan hring á Nýja Sjálandi og skoða hitt og þetta. Eftir það reikna ég með að fljúga beint til Argentínu og þaðan vinn ég mig upp Suður Ameríku og reyni að sjá sem flest á leiðinni. Ég reikna með að stoppa aðeins í Panama og njóta tímans með fjölskyldunni og systrum mínum. Svo held ég áfram til Mexícó og þar ætla ég að reyna að kynnats þessu kaffifólki hjá Café Europa og Café Etrusca, en þar vann vinkona mín á sínum tíma áður en hún kom að vinna með mér á te og kaffi fyrir norðan. Svo liggur bara leiðin á heimsmeistaramótið i Atlanta Georgia. Ef tími og peningar leyfa svo, þá hugsa ég að ég ráðist bara á Bandaríkin líka... það er að segja reyni að sjá sem mest þar og hver veit, kannski kappinn húrrist til Canada áður en maður kemur heim...eitthvað sem tíminn leiðir bara í ljós. Svo endar maður nú heima og reynir að vinna áður en maður fer í háskóla.
Ég held að ég sé búinn að ákveða það að byrja í viðskiptafræðinni í HR og taka eitt ár í skiptinám erlendis, þannig að það eru tvö ár hér heima og eitt úti. Held að það sé sterkur leikur að byrja hér heima og hafa svolítið traustan grunn áður en lengra er haldið. Svo veit maður aldrei, það gæti alltaf eitthvað gerst sem leiðir til nýrra ákvarðana, svona er þetta spes og skemmtilegt....
Landsliðið hélt fyrsta hitting síðasta föstudag þar sem við elduðum saman heima hjá Pálmario g prófuðum okkur áfram með ýmis brögð í matargerð, það er sterk æfing þar sem að Evrópumótið mun koma mikið inná matargerð og er einn kokkur skyldugur að vera í landsliðinu (Bóel í okkar), svo er þetta góð æfing fyrir bragðlaukana.
En annað, við höfum ákveðið að fara í smá æfingaferð til Akureyrar næstkomandi föstudag og reiknum með að keyra norður seinnipartinn og taka smá æfingu í fagsmökkun/cupping um kvöldið á te og kaffi og svo kíkjum við án efa á kaffihús. Einnig verður viðkoma í ríkinu þar sem að við ætlum að reyna að nýta laugardagskvöldið í að sulla saman í frjálsa drykki fyrir íslandsmeistaramót í "kaffi í góðum vínanda" sem haldið verður í Smáralind 26. október. Vona að ég sjái einhver ykkar þar;) En þessi ferð er hugsuð sem smá samhristingur og til að hrista okkur vel saman.
Einhverjar hugmyndir að áfengi sem fer vel saman með kaffi;)
Athugasemdir
Flottur titill Anton! Fíla þetta ;)
Sigga (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:41
Takk Siggus... you know where they came from! haha
Anton Sigurður (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 15:52
Ahh hvað mér líst vel á þetta ferðalag!
Það eru allir gera svo spennandi hluti og heimsækja spennandi staði núna.. Ég er að fíla þetta!
En þú ert hjartanlega velkomin í kaffi hérna í Kaliforníu á leið þinni frá Mexíkó til Kanada :) Ég myndi nú sennilega ekki þora að hella upp á venjulegt kaffi fyrir þig en ég meina, við gætum farið á Starbucks :)
Og já, til þess að svara spruningu þinni.. Þá verð ég hérna eitthvað fram á vorið, ætla bara að vera komin heim fyrir 16. júní, það er það eina sem ég veit! Og já, ég kíkji líka heim í tvær vikur um jólin...
Snædís (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 16:45
Ohh ég sé þig alltaf fyrir mér þegar ég les bloggið þitt, með handa hreyfingarnar, svipina og allt hehe :D
Við hittumst alltof sjaldan hérna í höfuðborginni!
metta (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 21:04
Hæhæ, gaman að fá loksins að fylgjast með þér :D
Annars þá hef ég heyrt um að það sé til uppskrift með Stroh 80 og kaffi ^^
Rakel Sólrós (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 23:05
Nú er ég ekki alveg örugg, ferðu ekki einn í þetta ferðalag? Ef svo er, ætla ég að byrja á því núna að biðja þig um að fara varlega, Antoine.
erla (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 01:38
2f expressó í romm - og kreista lime útí! namm!
Vala (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 12:22
Metta: Já ástin ég veit við httumst of sjaldan en það er satt, þegar maður les blogg hjá öðrum þá sér maður manneskjurnar fyrir sér!!! merkilegt
Rakel: Það var æði að sjá þig áðan!! skoða þetta með stroh hahahaha
Erla: ég esak þig ég elska þig ég eslka þig ég elska þig ég elska þig! ég elska þig ég elska þig ég elska þig!
Vala: eigum við að prófa okkur áfram með þetta? hahahah
Anton Sigurður (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 12:38
Hey Á ekkert að accepta mig sem bloggvin ?
Jóhanna Elín (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 18:38
ha? hahah hvar á ég að accepta þig.. þú ert ekki búin að senda mér beyðni:) hahaha
Anton Sigurður (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning