suðr'eftir hljóp'ann

Annarsvegar hef ég hlaupið Sæbrautina, úr Vesturbænum alveg að Holtagörðum, hinsvegar frá Vesturbænum að Gróttuvita. Það er svo mikið mikið betra að hlaupa út að Gróttu. Það er æðislegt umhverfi, ferskara loft einhvernveginn (ef til vill sökum allra stóru bygginganna á Sæbrautinni) og einhvernveginn bara skemmtilegra... Hreyfing er mögnuð.

Litla sæta landsliðið hittist í gærkvöldi í Nývöruverzlun Valda og hemma sem er afskaplega lítið og krúttlegt kaffihús/verzlun við Laugavegin ská á móti Te og kaffi þar sem ég vinn. Fengum okkur kaffi og negldum niður ýmsa hluti. Meðal annars var ákveðið að reyna ða na meira til fjölmiðla og ýmis mál rædd tengdu kaffibarþjónafélagi Íslands, við erum öll með stórar og miklar hugmyndir og ætlum öll að gera okkar besta til að efla þetta félag:) Ég elska metnaðinn sem einkennir liðið okkar!! Enduðum kvöldið í Kaffitári Höfðatorgi þar sem að lukkudýrið okkar Kristín Ingimars faldi sig.

en það styttist í Akureyrarferðina okkar, ekki nema 3 dagar og ég fæ að sjá elskurnar mínar, talaði við Hildi Ásu í símann í dag, Villann minn um helgina og mömmu í gær! Það er svo gott að fara til Akureyrar, heyrði reyndar að það yrði leiðinlegt veður um helgina en skítt með það, Dúnúlpan tekinn á þetta.

Einar kíkti á mig í kaffi í dag, æ sæti sæti Einar!

Ég stóð við kassann í dag að afgreiða þegar ung myndarleg stúlka kemur og brosir líka svona fallega til mín og spyr hvernig ég hafi það...... Ég áttaði mig ekki alveg strax á því en þá var þetta Rakel Sólrós, stelpa sem ég óslt upp með í Garðinum til 14 ára aldurs og hef ekki séð hana í 8 ár.... Það var magnað að sjá hana, gat ekki að því gert að ég fór að hugsa til gamalla tíma í Garðinum... þá var lífið skondið... Erla veit alt um það!

Ég var í betra formi á Akureyri....hmmm....

 ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe, það er kannski erfiðara að þekkja mig bakvið þessu nýju gleraugu en það var virkilega gaman að hitta þig loksins eftir allan þennan tíma og verðum við eiginlega bara að fara hittast formlega og spjalla almennilega um gamla og nýja tíma. Ég fékk líka alveg flashback við það að hitta þig og fór að hugsa um þennan tíma og hvað lífið hefur breyst og hvað ég er fegin að hafa flúið þetta líf í Garðinum og þú ert það sjálfsagt líka. Um leið og ég var komin úr Garðinum þá opnaðist nýr heimur með nýjum tækifærum og ég uppgötvaði að maður þarf ekki endilega að vera eins og allir hinir. En það voru samt sem áður góð móment í þessu litla samfélagi og kannski eitthvað sem maður býr alltaf að því þetta var nú meira og minna það sem mótaði mann :)

Rakel Sólrós (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 21:47

2 identicon

Takk Þú ert svo duglegur að henda inn skriftum, ánægð með það. Gaman að flygjast með þér, stendur þig svoo vel. :)

Jóhanna (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 22:34

3 identicon

Ég sé þig alveg fyrir mér einbeittan og metnaðarfullan í landsliðinu þínu.

Einn daginn setjumst við niður saman og ræðum ævisöguna þína, minn kæri. En ég bið kærlega að heilsa Villa þegar þú hittir hann.

erla (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 15:44

4 identicon

þú gerir bara geðveikislega gott kaffi anton og ég naut hvers dropa af bollanum á stressaðri leið minni til keflavíkur á milljón...svo fékk mér kaffi aftur í dag annarsstaðar og ég var svekkt og hugsaði: æji þetta er ekki jafn gott og það sem anton gerði handa mér!

védís (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband