6.10.2008 | 13:06
....það bragðast eins og IKEA...tjah eða Dótabúð!
Þetta er agalegt, maður hefur ekkert komið inn á bloggheiminn og á ég alveg eftir að fara blogghringinn og sjá hvað allir eru að gera af sér.
Stundum velti ég því fyrir mér hvort gott sé að efast um ágæti sitt í vissum hlutum og þá meina ég að sjálfsögðu í kaffinu. Það er alltaf sagt að gott sé að gagnrýna sjálfan sig og allt sem maður gerir í kaffinu og þannig bætir maður þekkingu sína og kunnáttu. Persónulega finnst mér ég hafa náð ótrúlega langt síðan ég kom til Reykjavíkur með meiri vinnu, það er búið að vera himnasending að hafa Pálmar til að kenna mér allt sem hann kann og svo deila reynsæu með Önnu Sóleyu og Bóel sem eru með mér í liðinu. Þetta er allt bara svo ómetanlegt sem maður er að gera núna. Söfnunin okkar er komin á fullt og bíðum við spennt eftir að sjá hvernig þetta mun koma út. Búið er að fá valinkunna áhugamenn um hönnun til að hanna landsliðsbúningana og bíðum við spennt eftir útkomunni.... ísland verður í langflottustu búningunum að vanda! Sjálfur er ég kominn langt með frjálsa drykkinn fyrir Íslandsmeistaramótið í Kaffi í góðum vínanda og posta ég bráðum myndum og uppskrift þegar þetta rúllar meir af stað!
En um helgina héldum við Pálmar og Bóeal til Akureyrar í smá æfingaferð fyrir Evróðumótið, því miður var Anna Sóley veik og komst ekki, en að sjálfsögðu getum við ekki beðið með að segja henni frá öllu sem gerðist á Eyrinni. Við lögðum tiltölulega seint af stað og vorum ekki að koma heim til Freyju fyrr en um ellefu leytið og þá vara bara skellt sér í smá hvítt og bjór og haldið á vit ævintýranna í miðbæ Akureyrar, sá fullt af góðum vinum og skemmtum okkur konunglega! Daginn eftir var haldið beint á Te og kaffi Akureyri og þar settum við upp stöð fyrir fagsmökkun og byrjuðum á að smakka til Brasilíu og Panama kaffi, fundum út ótrúlega hluti og skemmtum okkur svo vel. Svo settum við upp stöð með mismunandi tegundum af kaffi frá Kaffitár og Te og kaffi. Merkilegt að prófa kaffi frá svipuðum stað með mismunandi ristun og ræktunarferli. Annars fór helgin mikið í það að hrista hópinn vel saman og hafa gaman!
Ég hendi inn myndum frá ferðinni í kvöld eða á morgun.
Athugasemdir
anton baby :)
jey mikð agalega er ég ánægð að sjá þessa bloggsíðu. Enn annað blogg í "bloggrúntinn" og geggjuð leið til að stalka þig.
cya
Anna Elvíra
p.s. ertu búin að skipta um eftirnafn? hmm... man ekki eftir að sjá Sigríðarson. Til gamans má geta þá fékk ég loksins í gegn hjá hagstofunni að bæta við Herrera :D geggjað sátt
Anna Elvíra Herrera Þórisdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 18:49
Anton Sigurður.
Viltu hjálpa mér að ákveða mig.
Ég veit ekki hvort ég eigi að koma suður að hitta ykkur og koma á Airwaves eða fara í vinnuferð með unglingum.
Ég þarf hjálp. Shit.
Helga Lind (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 20:57
Elsku Anton, Ragnhildur sýndi mér kommentið þitt hjá henni á Facebook og ég sendi þér hér með stórt, mikið og hlýtt ömmufaðmlag.
KRÚTTIÐ mitt.
erla (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 19:42
ég var að hugsa til þín í dag, um hversu mikið það er alltaf að gera hjá manni og ég lít oft yfir til mál og menningar og pæli hvort þú sért að vinna við mig granni, en án þess að sjást. ég ætla að hoppa inn næst og gá hvort þú sért þarna.
vá hvað mig langar að djamma á akureyri maður
védis (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 00:08
Það var sjúkt gaman á Akureyri, mikið af myndum sem ég er að REYNA að setja á Facebook.... koma líka á mittsvæði.com ;)
Bóelin (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 11:20
anton, minn kaeri. bloggadu, por favor.
ragga hól (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning