14.10.2008 | 14:31
Í Bankó....
Þá er allt að gerast. Búið að kaupa miðann til London, Ítalíu og búið að panta Hostelið í Feneyjum! Við fljúgum út 11. nóvember og lendum á Íslandi seint 17. nóvember. Þetta verður svakalegt!
Einnig er ég búinn að vera upp í rúminu hennra Völu í allann dag að hringja hægri - vinstri. Ég er búinn að hringa í flestöll sendiráð Suður Ameríku til að staðfesta hvort ég þurfi vegabréfsáritanir, það var magnað að heyra í þessum spænsku dömum sem svöruðu, æfa sig aftur í spænskunni. En mér til ómældrar gleði, þarf ég enga vegabréfsáritun nema til Venezuela, en vegabréfið mitt fer í póst til Osló þar sem verður gengið frá því. Einnig er ég að garfa í flugum og það lýtur best út að fljúga rétt fyrir áramótin en það kemur allt í ljós.
Laugardaginn síðastliðinn fór ég í Whiskey smökkun hjá góðu fólki sem eru skyld henni Bóel minni. Við lærðum svo ótrúlega mikið hjá Elvari og Systu. Við smökkuðum mismunandi afbrygði Whiskey og lærðum um það ferli sem ferið er í þegar gerð eru góð whiskey. Við enduðum kvöldið á að smakka nokkra bjóra og líkjöra. ÞAð var ekkert smá gaman að læra að drekka Whiskey almennilega.
Sunnudaginn síðastliðin fór ég í fagsmökkun í Kaffismiðju Íslands og tókum við blindsmakk á nokkrar tegundið þar sem við lýstum þeim bragðeiginleikum og lykt. Eftir smökkunina fengum við að vita að þarna voru 4 tegundir af Afríku kaffi og ein frá indlandi. Þess má einnig geta að Indverska kaffið bragðaðist af brenndu Whiskey, skemmtilegt það. Við lærðum mjög mikið á því að hittast svona og prófa okkur áfram í blindsmakki.
Ég er kominn með tvær "hannanir" á frjálsa drykknum mínum fyrir mótið og ætla að prófa aðra þeirra nú á eftir, hina ætla ég að reyna annað kvöld og þá ákveð ég hvora hönnunina ég tek;) báðir virðast smakkast vel:)
Hér eru nokkrar myndir frá smökkunninni á Sunnudaginn hjá Sonju og Immu:
Hér getiði séð eina tegundina sem við smökkuðum, þetta er Yirgacheffe frá te og kaffi fremst, þar við hliðina Kenya AA frá Kaffitár og svo Indverska kaffið frá Kopi Kafe í Svíþjóð en þarna voru smakkaðar einnig tegundir frá Estate coffee í Danmörku og Coffee collective í Bretlandi.
Þarna erum við Jóhannes að þefa af sinnihvorri tegundinni af Kenya-kaffi, fyrsta stig fagsmökkunar næst bleytum við upp í og þefum, svo brjótum við skorpuna og þefum og svo er skorpan fjarlægð og kaffið sjálft smakkað.
Ragga frá Kaffitári að smakka eitt settið, Jónína að húrrast á bakvið hana...!
en smá í lokin þá verðum við framlag Íslands til Evrópumótsins í Skífunni Laugavegi að selja Kaffi og með því á fimmtudaginn, föstudaginn og Laugardaginn frá 10 - 17 (10 - 16 á Laugardaginn), NOTABENE kaffið verður á GÓÐUM DÍL! Endilega allir að koma að styrkja okkur í Ítalíuferðina og fá sér einn góðan bolla hjá okkur og styrkja okkur, skemmir heldur ekki fyrir að mjög færir kaffibarþjónar munu gera bollann á mjööög góðu verði. Einnig getiði lesið viðtal við okkur sem kemur í tölublaði Gestgjafans, ekki því sem kemur í þessarri viku heldur næsta blaði.
Eigið góða viku!
Athugasemdir
ahh við það að lesa svona mikið kaffi fær mig til að langa í kaffi! djöfull hlakka ég til að koma heim til íslands og fá mér kaffi hjá þér. hvenær flýgurðu út til ammmríku?
ragga hólm (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 18:22
Hola guapo! Te hecho de menos... :)
Dagný Björk (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 18:40
hehe ElskuReggsí...ég flýg til Amríku 29. desember.....:D get ekki beðið eftir að knúsa þig eftir einn og hálfan Ragga!!!!!!
Anton Sigurður (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 19:33
Vá, sammála Röggu, mig langar mega mikið í gott kaffi núna.
Ég sakna þin svoooooo Anton minn :( af hverju kemuru ekki frekar til parísar en ítalíu, iss piss
Dóra (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 20:46
hæ.. komst sko ekki áfram, skrifaði vitlaust netfang og fékk aldrei póst og missti af seinni prufunum sko... en ég fékk einn frímiða haha og ég og Gugga ætlum saman og hlæja af þeim sem fær hlutverkið haha! en gangi þér ógeðslega vel allstaðar og ég elska þig geðveikt mikið!! en seeyaaa!! lövlövlövlöv!!
Sonja (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 13:54
Ég kem og fæ kaffi. Bókað! ;)
Hlakka til að sjá þig krútt.
Helga Lind (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 14:39
Ég myndi koma ef ég væri í Reykjvaík, en þar sem ég verð ekki þar þá sendi ég í staðinn góða strauma :)
Anna Elvíra Herrera Þórisdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 19:43
Aldrei að vita nema kellingin komi, það er orðið svo alltof langt síðan ég hitti þig. Sá þig nú samt á labbinu um daginn, mikið var það gaman;)
Sigrún (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 21:10
Ég segi bara; gangi ykkur vel í kaffisölunni!
erla (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 10:41
mér þykir þú ofurfagmannlegur á þessari mynd dengsi minn:)
védís (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 19:22
Þetta hljómar allt mjög svo spennandi. Hvernig geturðu verið svona flippaður en samt svona skipulagður og alltaf hugar þú fyrir öllu. Hlutir eins og að senda vegabréfið til Oslo og þannig reddingar er eitthvað sem ég þarf að tileinka mér. Fjúff þú er bestur Anton.. þú ert bestur.
Katrín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning