týpa

Ég get ekki sagt að ég finni fyrir kreppunni á neinn hátt..... merkilegt! Kannski ég eigi eftir að fá sjokk þegar ég fer til Ítalíu en hver veit. Ég fæ reglulega bréf og skilaboð frá vinum erlendis (sem eru af erlendu bergi brotnir) þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum sínum. MErkilegast þótti mér að heyra frá vini mínum í Panama sem las að Ísland væri að fara á hausinn.... allt í hassi bara. Æ ég hef engar áhyggjur af þessu núna, þetta reddast, Íslendingar kunna að bjarga sér;)

Við Pálmar, Bóel og anna Sóley vorum með ferðaespressobar í Skífunni um helgina, ótrúlega gaman og græddum helling. Öll flóran sem þangað sótti, ótrúlegt! Allar þessar típur, ég elska típur, það er svo gaman að fylgjast með þeim! Mér þótti skemmtilegats við þetta að kynnast því að opna eigið kaffihús, það má seg ja að við réðum öllu, verði, hvað við seldum, hversu lengi við höfðum opið, hverjir áttu að vinna og ég veit ekki hvað og hvað..... mjög gaman að prófa þetta. Hljómsveitirnar sem stigu á stokk í Skífunni voru ótrúlegar, eftirminnilegastar voru Esja, Hjaltalín, Vicky og Boys in a band. En allt var þetta æðislegt. ÞRátt fyrir allt fræga fólkið sem kom við í Skífunni um helgina, kom ef til vill skemmtilegasti gesturinn í gær. Eitt stykki spikfeitur kisi lallaði inn í KSífu og hékk þar í ca. klukkutíma, labbaði um, baðaði sig og svaf rólega undir sviðinu. Eftir góða dvöl í Skífunni, þar sem að nota bene enginn kippti sér upp við þessa heimsókn, fór hann bara sjálfviljugur út í kuldann aftur, merkilegt!

Það er mikið að gerast á næstu dögum, Íslandsmeistaramótin eru næstu helgi, helgina eftir það er árshátíð og kaffidagur Te & kaffis og Kaffiheims og svo bara síðustu dagar fyrir Evrópumót! Þegar ég kem heim er það MA Árshátíðin og svo bara desember mánuðir og Ferðin í lok des!

Gott að vera til, jamm! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var skemmtileg færsla   Já það er sko gaman að fá að stjórna. Kasta á þig kveðju og skila kveðjur á andrés og co að auki.

Jóhanna Elín (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 19:40

2 identicon

hahahah dúllu kisi :D

metta (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 23:59

3 identicon

Við erum öll týpur... og kisinn líka, hann var svaka mikið krútt þangað til að hann vildi ekki þyggja mjólk af mér...

Bóel (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 08:59

4 identicon

That son of a cat!

Anton Sigurður (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 10:38

5 identicon

úff..árshátíðin. Ég fékk ég magann þegar ég las þetta. En ég myndi bíða spennt eftir boðskortinu sæti ;)

Anna Elvíra Herrera Þórisdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 22:52

6 identicon

af hverju er alltaf svona mikið að gera hja manni anton? ég er enn að bíða eftir kvöldstund þar sem við sitjum saman og sötrum hvítvín og spjöllum....ahh.

védís (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 20:36

7 identicon

ahh árshátíðin, já! ég kem heim 17.nóvember og ætla að eyða einhverjum tíma í reykjavík. heldurðu að þú hafir pínkupons tíma?;)

ragga hólm (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 22:15

8 identicon

Hahaha, "eitt stykki spikfeitur kisi".

erla (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 00:08

9 identicon

Anton, ég hlakka svo mikið til að hitta þig þegar ég kem heim að það er bara óeðlilegt. Ég man líka ekki hvenær ég hitti þig síðast! Kvaddi þig a.m.k. ekki áður en ég fór...

erla (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 17:19

10 identicon

Eitthvað las ég vitlaust þegar ég las bloggið og var stein hissa á þessum manni sem labbaði inn, baðaði sig og lagði sig undir sviðinu! Ég var einmitt að velta því fyrir mér hvernig maðurinn hefði eiginlega baðað sig inn í Skífunni.. En þegar ég las kommentin hérna á undan gerði ég mér grein fyrir því að ég var eitthvað að ruglast og las bloggið aftur.. Þetta var semsagt köttur, búin að ná því núna :) haha

Annars verð ég líka að viðurkenna að mér finnst voða skrítið að heyra talað um Ísland hérna í fréttunum.. Af öllu því sem er að gerast í heiminum gefa Bandaríkjamenn sér tíma til þess að tala um ástandið á einhverri pínu lítilli eyju lengst í burtu... Spes..

Snædís (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband