Verið hjartanlega velkomin í Vetrargarðinn...

Um helgina keppti ég í fagsmökkun á kaffi og komst að því að þetta er erfiðara en maður býst við þegar þetta er blindsmökkun en ég skemmti mér koninglega. Sunnudagurinn var þó en skemmtilegri. Ég tók að mér það verk að vera kynnir á þriðja Íslandsmeistaramóti í Kaffi í góðum vínanda. Sonja Grant hringdi í mig á föstudaginn og bað mig að taka þetta að mér og ég er svo feginn að fá þetta tækifæri, ég lærði svo mikið meira heldur en ef ég hefði keppt á mótinu sjálfu, fékk mikið hrós fyrir verkið og er þetta eitthvað sem ég er til í að gera aftur, enda bauð Sonja (formaður kaffibarjónafélags Íslands og SCAE coordinator á Íslandi) mér stöðuna til frambúðar:)

Ég fékk að vinna með ótrúlega skemmtilegu fólki. Í dómnefnd voru Hildur mín Friðriks frá Akureyri, Hjörtur Matthías tvöfaldur Íslandsmeistari í kaffi í góðum vínanda, Bryndís Ploder, Arnar Grant margfaldur íslandsmiestari í fitness og vaxtarækt (bróðir Sonju Grant) og svo að sjálfsögðu Sonja grant yfirdómari. Keppnin var ótrúlega jöfn og erfið. 9 færir kaffibarjónar kepptu um íslandsmeistaratitilinn og fá tækifæri til að fara að keppa í Coffee in good spirits heimsmeistaramótinu í Köln í júní á næsta ári. Anna Sóley mín lenti í 6. sæti, Harpa Hrund í 5., Tumi Ferrer íslandsmeistari í fagsmökkun í 4. sæti, Kristín mín Ingimars lenti í 3 sæti, Katrín Alfa lenti í öðru sæti og engin önnur en litla prinsessan mín hún Bóel lenti í fyrsta sæti og þess má geta að hún hefur starfað styðst sem kaffibarþjónn af öllum þeim sem komust í úrslit, ótrúlegt, é ger svo stoltur af elskunni minni!

En nú höfum við loksins fengið keppnis og fyrirlestraplanið fyrir Evrópumótið og leynir spennan sér ekki. Nakti apinn hefur tekið að sér hönnun landsliðsbúningana og verður gaman að sjá hvað kemur út úr því!

Ég kúrði upp í hjá Völu í gær og horfði á Wall-E, nýjustu teiknimyndina frá Disney... við eigum svo gott heimilislíf á Ránargötunni..hreint út sagt æðislegt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er rosa ánægð með titilinn og var sjálf ekkert smá hissa en svaka gaman :D

Líka gaman að vita hvað margir eru stolltir af mér og þá sérstaklega þú dúllan mín :*

Bóelin (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 22:26

2 identicon

En gaman, Anton. Til hamingju með kynnahlutverkið!

erla (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:43

3 identicon

Það þurrkaðist allt út þegar ég las 'heimsmeistaramótinu í Köln í júní á næsta ári'.

Ég verð reyndar farin heim þá en þetta var bara svo skemmtilegt að sjá. Innilega til hamingju með nýjasta starfsvettvang þinn.. mér finnst ekkert undarlegt að þú hafir verið fenginn í þetta. Hver annar en þú?

Katrín (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 20:46

4 identicon

vá anton, það er geggjað. til hamingju kallinn minn:)

ragga hólm (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:30

5 identicon

ég sé þig fyrir mér sem  prýðiskynni anton, ég efast ekki um að þú hafir verið flottastur!

védís (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 17:05

6 identicon

Þið eruð elskur...:*

Anton Sigurður (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 12:50

7 identicon

Anton ég elska þig labbakútur!

Sigga (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 11:22

8 identicon

HEY! ég var svo algjörlega búin að kommenta við þetta blogg en það hefur ekki komið :( það er svo gaman að sjá hversu ótrúlega vel þú nýtur þín í þessu kaffistöffi þínu, þú reyndar nýtur þín í hverju sem þú gerir ástin mín. sakna þín!!

Dóra (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 12:01

9 identicon

þú ert svo mikið æði! ég efa ekki annað en þú hafir staðið þig frábærlega. langar að hitta þig og ég sakna þín!

lovelovelove;*

Ella (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 15:17

10 identicon

Hvernig gekk svo? Eða, ég spyr þig bara á föstudaginn, vei!

erla (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 04:56

11 identicon

Heyrðu, á tímabili gat ég ekki kommentað á allar þær færslur sem spunnust upp úr þér vegna fjölda þeirra. Enn lít ég reglulega inn á bloggið en hvað er að sjá? Alltaf sama bloggið, síða: 27.10.2008 | 13:04.

Hvað er þetta?

Katrín (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 06:58

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband