Ekki hættur...

Elsku þið, elsku elsku þið

 

Ég biðst innilega afsökunar á bloggleysinu í langan tíma! en ég er kominn aftur enda styttist í ferðina, ekki nema 23 dagar og ég flýg til Nýju Jórvíkur! Ég mun fara héðan klukkan 17 1. janúar til NY, flýg svo eldsnemma 2. jan til Panama og mun eyða þar heilum degi. Flýg svo um kvöldið til Argentinu þar sem vonandi kunningi minn mun koma og sýna mér töfra Buenos Aires! En sem komið er hef ég ekki alveg ákveðið hvað ég vil sjá enda ætla ég me´r ekki að fastnegla ferðina um of! ég er að fara í þetta ferðalag til að njóta lífsins og hafa gaman af!

En ég kem með nákvæma lýsingu þegar ég veit miera um hvernig ferðin verður í grófum dráttum!

Það er svo sem ekki margt í Fréttum nema það að ég fór jú að keppa úti á Ítalíu í Nóvembre og stóðum okkur fantavel. Ég lærði svo óumdeilanlega margt og skemmti mér sem aldrei fyrr! Allt fólkið sem ég kynntist og allir staðirnir sem ég sá, eg þarf eiginlega að koma með færslu um það hvernig var, þetta var ótrúlegt. Næsta færsla verður tileinkuð Ítalíuferðinni og ég set inn myndir! en það styttist í vinnuna þannig að ég læt hér við sitja með að láta vita að ég hef ekki gefið þetta blogg upp á bátinn og kem með nokkrar góðar færslur á næstunni, hver veit nema Ítalíuferðin komi inn í kvöld!

Gott. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Unaður!!! Hlakka til að sjá þig úti, it's a date :)

Bryndís Þórðardóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 15:02

2 identicon

JEI, gaman að sjá blogg frá þér ástin. Sakna þín, verðuru ekki á ak annan í jólum?

Dóra (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 15:11

3 identicon

Gott.

metta (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 15:19

4 Smámynd: Anton Sigurður Sigríðarson

hehe jújú ég sé að það er annað blogg í kvöld;) heyrðu jú ég verð á Ak milli jóla og nýárs, kem heim 21.des!!!!!! og veðr þangað til ég fer út!

Anton Sigurður Sigríðarson, 9.12.2008 kl. 15:43

5 identicon

Gott að sjá að þú ert ekki búinn að gefast upp. 21. des er málið. Kannski tökum við bara sama flug heim til Ak.

Katrín (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 13:25

6 identicon

ahh mig langar svo að vera á akureyri um jólin. ég ætti kannski að dobbla familíuna mína að leigja sér bara bústað á vaðlaheiðinni ( af því að það er örugglega svo ódýrt) og vera þar um jólin svo ég geti verið hjá ykkur öllum.

haha.... já ég hlakka til að fá ítalíufærslu 

védís (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband