31.12.2008 | 14:15
Allt að gerast!
Eftir sólahring verð ég kominn upp á Leifsstöð á leið í 5 mánaða ferðalag um suður Ameríku! Förinni er heitið Til JFK flugvallar klukkan 17 á morgun og gisti ég þar eina nótt á flugvellinum sjálfum svo ég nái örugglega flugi til Panama á föstudagsmorgun! Þar mun vinur minn koma og ná í mig á flugvöllinn og förinni heitið heim til móður minnar og systra minna! einnig ætla ég að hitt alla gömlu félagana í Panamaborg þannig að það verður smá hittingur heima hjá Góðvini mínum! um kvöldið er förinni heitið til Buenos Aires!
Svona til að gefa smá hugmynd um hvernig ferðalagið verður en það getur að sjálfsögðu breyst á einn eða annan hátt, það kemur bara í ljós en þá verður gaman að hafa þetta hér og sjá hvernig mér gengur að fylgja því eftir!
Buenos Aires - Punta del este í Uruguay - Montevideo í Uruguay - Buenos Aires aftur - Tierra Del Fuego - Santiago Chile - Asuncion Paraguay - Foz Do Iguazu - Curitiba í Brasilíu - Sao Paulo Brasilíu - Rio De Janeiro á Karnivalið!! - einhver staður sem ég veit ekki í Brasilíu:D en verður eitthvað nálægt Amazon! - La Paz í Bólivíu - Saltslétturnar í Bólivíu - Cuzco í Perú - Machu Piccu í Perú - Lima Perú - Cuenca Ecuador - Quito - (Galapagos) - Esmeraldas - Bogotá Columbiu - og ef ég m-kemst yfir landamæri Venezuela: Maracaibo - Caracas - Englafossar - Panama, sem ég evrð svo í einhvern tíma!
Þetta alltsaman á að takast á 5 mánuðum! að er að segja ferðalagið sjálft á 4 mánuðum og svo einn mánuð í Panama! Gaman verður að sjá hvort þetta standist að einhverju viti:P Spenna spenna!
En eins og ég segi þá hefst þetta allt á morgun og þið sem ég hef ekki náð að kveðja, fáið en stærra knús næsta sumar! Svo sjáumst við bara á Júbileringunni!!
Þangað til næst...!
Athugasemdir
Vá, gangi þér allt í haginn í ferðalaginu. Ég bið að heilsa ættingjunum mínum í Bogotá ;)
Anna Elvíra Herrera (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:26
Skila því ástin:*
Anton Sigurður (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:32
ohh anton! ég mun fylgjast með þér ástin:* farðu vel með þig!
ragnhildur hólm (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:01
Sannarlega verð ég tíður gestur á asm næstu mánuði.
Þú ert magnaður.
erla (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:44
Ekki láta stela þér vinur og ég vona að ég fái póstkort, hah.
Þú stoppar svo bara við í Þýskalandi þegar þú hefur tíma og ef Júlía fer til þín þá verður þú að passa að henni verði ekki stolið heldur. Bestu óskir um gott gengi á þessu spennandi ári þínu.
Katrín Magnús (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 19:00
Vá, 5 mánaða ferðalag! Þú verður að vera duglegur að blogga svo við getum fylgst með þér á meðan við húkum hér á fróninu í kreppunni. Góða ferð!
Rakel Sólrós (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 19:07
ég lofa ð láta ykkur fylgjast með!!!!
Anton Sigurður (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 01:55
anton. þessi upptalning á áningarstöðum er mér svo framandi að ég svitna af hræðslu þegar ég hugsa um alla ljótu kallana ( já kallana) sem eru þarna. ekki koma heim með malaríu, okei?
vertu svo duglegur að láta okkur vita hvað er að gerast, jii hvað ég hlakka til að sjá þig í júní karl. góða ferð.
védís (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 14:00
Vá hvað þetta hljómar vel ástin!! skemmtu þér frábærlega vel!
Dóra (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning