6.10.2008 | 13:06
....það bragðast eins og IKEA...tjah eða Dótabúð!
Þetta er agalegt, maður hefur ekkert komið inn á bloggheiminn og á ég alveg eftir að fara blogghringinn og sjá hvað allir eru að gera af sér.
Stundum velti ég því fyrir mér hvort gott sé að efast um ágæti sitt í vissum hlutum og þá meina ég að sjálfsögðu í kaffinu. Það er alltaf sagt að gott sé að gagnrýna sjálfan sig og allt sem maður gerir í kaffinu og þannig bætir maður þekkingu sína og kunnáttu. Persónulega finnst mér ég hafa náð ótrúlega langt síðan ég kom til Reykjavíkur með meiri vinnu, það er búið að vera himnasending að hafa Pálmar til að kenna mér allt sem hann kann og svo deila reynsæu með Önnu Sóleyu og Bóel sem eru með mér í liðinu. Þetta er allt bara svo ómetanlegt sem maður er að gera núna. Söfnunin okkar er komin á fullt og bíðum við spennt eftir að sjá hvernig þetta mun koma út. Búið er að fá valinkunna áhugamenn um hönnun til að hanna landsliðsbúningana og bíðum við spennt eftir útkomunni.... ísland verður í langflottustu búningunum að vanda! Sjálfur er ég kominn langt með frjálsa drykkinn fyrir Íslandsmeistaramótið í Kaffi í góðum vínanda og posta ég bráðum myndum og uppskrift þegar þetta rúllar meir af stað!
En um helgina héldum við Pálmar og Bóeal til Akureyrar í smá æfingaferð fyrir Evróðumótið, því miður var Anna Sóley veik og komst ekki, en að sjálfsögðu getum við ekki beðið með að segja henni frá öllu sem gerðist á Eyrinni. Við lögðum tiltölulega seint af stað og vorum ekki að koma heim til Freyju fyrr en um ellefu leytið og þá vara bara skellt sér í smá hvítt og bjór og haldið á vit ævintýranna í miðbæ Akureyrar, sá fullt af góðum vinum og skemmtum okkur konunglega! Daginn eftir var haldið beint á Te og kaffi Akureyri og þar settum við upp stöð fyrir fagsmökkun og byrjuðum á að smakka til Brasilíu og Panama kaffi, fundum út ótrúlega hluti og skemmtum okkur svo vel. Svo settum við upp stöð með mismunandi tegundum af kaffi frá Kaffitár og Te og kaffi. Merkilegt að prófa kaffi frá svipuðum stað með mismunandi ristun og ræktunarferli. Annars fór helgin mikið í það að hrista hópinn vel saman og hafa gaman!
Ég hendi inn myndum frá ferðinni í kvöld eða á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.10.2008 | 20:03
Spínat
Mér finnst grænmeti mjög góður matur og elska allskyns grænmetisrétti, og viðurkenni meira að segja að oft eru grænmetisréttir mun betri en kjöt. Ég hef aldrei hugsað mér það að gerast grænmetisæta en ég verð að viðurkenna að eftir að hafa horft á þetta myndband: http://www.chooseveg.com/animal-cruelty.asp langar manni helst að snúa baki við kjöti..... ég vara við að myndbandið gæti valdið miklum óhug, þetta er ekki falleg sjón!
Á morgun held ég til Akureyrar og vonast til að koma með gott blogg eftir helgi til að láta vita af ævintýrum helgarinnar. Þess má geta að ég er kominn aðeins áleiðis með frjálsa drykkinn minn í "Coffee in good spirits", ég opinbera það hér með myndum bráðlega;)
En þangað til eftir helgi elskurnar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.9.2008 | 19:35
suðr'eftir hljóp'ann
Annarsvegar hef ég hlaupið Sæbrautina, úr Vesturbænum alveg að Holtagörðum, hinsvegar frá Vesturbænum að Gróttuvita. Það er svo mikið mikið betra að hlaupa út að Gróttu. Það er æðislegt umhverfi, ferskara loft einhvernveginn (ef til vill sökum allra stóru bygginganna á Sæbrautinni) og einhvernveginn bara skemmtilegra... Hreyfing er mögnuð.
Litla sæta landsliðið hittist í gærkvöldi í Nývöruverzlun Valda og hemma sem er afskaplega lítið og krúttlegt kaffihús/verzlun við Laugavegin ská á móti Te og kaffi þar sem ég vinn. Fengum okkur kaffi og negldum niður ýmsa hluti. Meðal annars var ákveðið að reyna ða na meira til fjölmiðla og ýmis mál rædd tengdu kaffibarþjónafélagi Íslands, við erum öll með stórar og miklar hugmyndir og ætlum öll að gera okkar besta til að efla þetta félag:) Ég elska metnaðinn sem einkennir liðið okkar!! Enduðum kvöldið í Kaffitári Höfðatorgi þar sem að lukkudýrið okkar Kristín Ingimars faldi sig.
en það styttist í Akureyrarferðina okkar, ekki nema 3 dagar og ég fæ að sjá elskurnar mínar, talaði við Hildi Ásu í símann í dag, Villann minn um helgina og mömmu í gær! Það er svo gott að fara til Akureyrar, heyrði reyndar að það yrði leiðinlegt veður um helgina en skítt með það, Dúnúlpan tekinn á þetta.
Einar kíkti á mig í kaffi í dag, æ sæti sæti Einar!
Ég stóð við kassann í dag að afgreiða þegar ung myndarleg stúlka kemur og brosir líka svona fallega til mín og spyr hvernig ég hafi það...... Ég áttaði mig ekki alveg strax á því en þá var þetta Rakel Sólrós, stelpa sem ég óslt upp með í Garðinum til 14 ára aldurs og hef ekki séð hana í 8 ár.... Það var magnað að sjá hana, gat ekki að því gert að ég fór að hugsa til gamalla tíma í Garðinum... þá var lífið skondið... Erla veit alt um það!
Ég var í betra formi á Akureyri....hmmm....
;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.9.2008 | 12:35
notum orðin okkar...
Þetta er bara spurning um að velja og hafna... Ég er búinn að vera að reyna að plana hvað ég vilji gera við fríárið mitt, þ.e.a.s. áður en ég fer í háskóla.....og ég held að það sé að koma einhver mynd á þetta, það gefur að skilja að Trieste ferðin mín í nóvember setur visst strik í reikninginn en lítum bara á það sem tækifæri til að skoða annað....
Mamma ætlar að fá vinkonu sína á Nýja Sjálandi skoða fyrir mig ódýrustu flugin þannig að stefnan er tekin á Nýja Sjáland milli jóla og nýárs og þar gef ég mér tvær ti þrjár vikur til að fara þennan hring á Nýja Sjálandi og skoða hitt og þetta. Eftir það reikna ég með að fljúga beint til Argentínu og þaðan vinn ég mig upp Suður Ameríku og reyni að sjá sem flest á leiðinni. Ég reikna með að stoppa aðeins í Panama og njóta tímans með fjölskyldunni og systrum mínum. Svo held ég áfram til Mexícó og þar ætla ég að reyna að kynnats þessu kaffifólki hjá Café Europa og Café Etrusca, en þar vann vinkona mín á sínum tíma áður en hún kom að vinna með mér á te og kaffi fyrir norðan. Svo liggur bara leiðin á heimsmeistaramótið i Atlanta Georgia. Ef tími og peningar leyfa svo, þá hugsa ég að ég ráðist bara á Bandaríkin líka... það er að segja reyni að sjá sem mest þar og hver veit, kannski kappinn húrrist til Canada áður en maður kemur heim...eitthvað sem tíminn leiðir bara í ljós. Svo endar maður nú heima og reynir að vinna áður en maður fer í háskóla.
Ég held að ég sé búinn að ákveða það að byrja í viðskiptafræðinni í HR og taka eitt ár í skiptinám erlendis, þannig að það eru tvö ár hér heima og eitt úti. Held að það sé sterkur leikur að byrja hér heima og hafa svolítið traustan grunn áður en lengra er haldið. Svo veit maður aldrei, það gæti alltaf eitthvað gerst sem leiðir til nýrra ákvarðana, svona er þetta spes og skemmtilegt....
Landsliðið hélt fyrsta hitting síðasta föstudag þar sem við elduðum saman heima hjá Pálmario g prófuðum okkur áfram með ýmis brögð í matargerð, það er sterk æfing þar sem að Evrópumótið mun koma mikið inná matargerð og er einn kokkur skyldugur að vera í landsliðinu (Bóel í okkar), svo er þetta góð æfing fyrir bragðlaukana.
En annað, við höfum ákveðið að fara í smá æfingaferð til Akureyrar næstkomandi föstudag og reiknum með að keyra norður seinnipartinn og taka smá æfingu í fagsmökkun/cupping um kvöldið á te og kaffi og svo kíkjum við án efa á kaffihús. Einnig verður viðkoma í ríkinu þar sem að við ætlum að reyna að nýta laugardagskvöldið í að sulla saman í frjálsa drykki fyrir íslandsmeistaramót í "kaffi í góðum vínanda" sem haldið verður í Smáralind 26. október. Vona að ég sjái einhver ykkar þar;) En þessi ferð er hugsuð sem smá samhristingur og til að hrista okkur vel saman.
Einhverjar hugmyndir að áfengi sem fer vel saman með kaffi;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
26.9.2008 | 14:23
...hann sendir boltann og það er mark!
"Þú, drengur minn þarft að læra að spila fótbolta þar sem að spilaður er einn leikur í einu"
og með því var hann að meina að ég hugsa svo hrikalega langt fram í tímann og er að plana fleira en ég á að vera að gera. Er það ekki rétt skilið hjá mér að í fótbolta leika menn einn leik og einbeita sér alfarið að honum, og þar reyna þeir að gera sitt besta!
Ég er svo metnaðarfullur þessa dagana, ég hugsa alfarið um eitt og það er Evrópumótið í nóvember. Nú er komið svona ca. plan á þetta allt saman. Í kvöld er fyrsta "landsliðsæfingin". SKipulagið er þétt og skemmtilegt! Alla mánudaga hittumst við Pálmar, Anna Sóley og Bóel(landsliðið) á kaffihúsum borgarinnar og ræðum um heima og geima, skipuleggjum og fræðumst um hitt og þetta, deilum lífsreynslu og prófum kaffi! Alla miðvikudaga eru svo æfingar þar sem við ristum kaffi, smökkum kaffi, skoðum te, fáum fyrirlestra og lærum meira og minna verklega. Annanhvern föstudag hittumst við heima hjá okkur og eldum saman, en hugmyndin er að við komum með einhvenr mat sem við viljum prófa okkur áfram með og reynum að stilla okkur saman í eldamennsku. Í kvöld byrjum við heima hjá Pálmari og svo heima hjá Önnu, svo ég held ég og svo Bóel! Svo reynum við að nýta helgarnar í eitthvað húllumhæ. Til að mynda ætlum við að reyna að fara í sumarbústað saman næstu helgi:) 25. október er ég svo að keppa í Kaffi og góðum vínanda í Smáralindinni, 26. keppi ég svo í fagsmökkun (cupping Metta cupping;)...) En þetta eru Íslandsmeistaramótin. Morguninn 12. nóvember fljúgum við landsliðið út til London, þaðan til Mílanó og svo með lest til Trieste þar sem við förum í smá welcome partý. Keppnin sjálf er 13 til 15 og verðleunaafhending er 15. nóvember. Eftir verðlaunaafhendingu ætlum við liðið að reyna ða fara í Sandali sem er einn byrgji Te og kaffis hér á íslandi og fá smá fyrirlestur um starfsemina þar. Seinna um kvöldið eða daginn eftir ætlum við svo að reyna að fara til Feneyja og flakka á milli Kaffihúsa, fá okkur rándýra og fræga espresso bolla! Svo reiknum við með að fljúga heim til íslands að kvöldi 17. nóvember, reynslunni ríkari og vonandi sem Evrópu meistarar!!
Það gefur að kynna að ég er mjög spenntur núna og hef ég undanfarið velt fyrir mér hvernig ég get gert áhugamál mitt að lífsstarfi, manneskjan sem ég lýt hvað mest upp til í kaffi gerði þetta á sínum tíma og henni hefur tekist vel upp, hlýt að geta gabbað hana í samstarf með mér í framtíðinni;) si? haha og já Erla dóttir hennar ber sama nafn og mamma þín:) híhí!
En það er bara hellingur að segja frá, í gær fór ég með Pálmari í kaffismiðju Íslands sem er með flottustu kaffihúsum sem ég hef séð um ævina... þetta verður mitt kaffihús án efa! ég er dolfallinn yfir því hevrju Sonja og Imma hafa áorkað.... það opnar bráðlega, þar fékk ég til að mynda að sjá skipulagið, fallega bleika brennsluofninn og verðlaunasafn Ásu Jelenu;) En best var þó að sjá hversu mikið Sonja geislapi þegar hún var að sýna okkur alltsaman! Þær eru að lifa draum allra kaffiáhugamanna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.9.2008 | 12:32
Bold and the.....!
Eitt svona ótrúlega skemmtilegt! Í gærkvöldi kíkti ég á bloggið mitt og viti menn, ég var búinn að fá 140 gesti á bloggið mitt.... það er griðarlegur fjöldi!! Ég talaði um þetta við Völu mína og við ákváðum að kíkja á vinsælustu blogg Morgunblaðsins og þar komst ég ekki nálægt því inn á lista svo við skoðuðum heimsóknir nokkurra þeirra sem eru með vinsælustu blogginn.... 50 heimsóknir var einn með...hmm... þannig að ég ákvað að skoða vinsælasta blogg Morgunblaðsins og hey, það var verið að blogga um Glæstar vonir og sú var með yfir 1700 heimsóknir, kannski ég bloggi um það...skemmtilegt:)
En þetta var bara svona smá útúrdúr...
Er að vinna í Te og kaffi Griffli, í Skeifunni, var látinn taka strætó hingað...mikið svakalega vil ég gera sem minnst af því! Strætó er ekki mín hugmynd um skemmtun...þ.e.a.s. að átta sig á því að taka strætó... allir segja að þetta sé ekkert mál...ég vil eiginlega bara að þetta sé mál, þá hef ég afsökun til að taka ekki strætó... svo er alltaf gaman að vera "sveitafélagsrækin"og velta því fyrir sér hversvegna Reykvíkingar eru ekki búnir að ná svo langt eins og við á Akureyri með fríkeypis strætó og fríkeypis stæðum!!! Fríkeypis selur, fríkeypis er gott!
Fyrsti fundur landsliðsins er í kvöld... spenna spenna.. læt ykkur fylgjast vel með!
Annars var ég á vafri um netheiminn í gær og fann gömul blogg frá því að ég bjó í Panama..... hryllingur! það er alltaf hálfpínlegt að finna svona hluti. En það var þá.... kannski ég skelli inn gamalli bloggfærslu frá Panama...bara upp á hressleikann
Annars er hér mynd af mér síðan apríl 2006, þarna er ég upp á hálendi Panama.... daginn sem þessi mynd var tekinn fór ég að sjá Kaffiekru í Boquete en þaðan koma frægar kaffitegundir á borð við Apakaffið, Panama Diamond mountain, Panama Geisha.... Í bakgrunninn sjáiði fjallagarð þar sem ég lagði leið mína... gekk í gegnum allann eldfjallagarð Eldfjallsins Barú, þar sá ég einnig sjaldgæfa fuglategund sem er sjálfsagt með þeim fallegustu sem ég hef séð, Quetzal.
En gottgott!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.9.2008 | 13:09
orðrómur dagsins í dag er fyrirsögn dagsins á morgun!
Það er ekki langt síðan maður opnaði morgunblöðin og annað fylgiefni, án þess að komast hjá því að vera svolítið þungur! Það var á tímabili hver blaðsíða skreytt vandamálum hvort sem þau voru einstaklingsbundin eða þjóðfélagsleg...tjah eða þjóðhagsleg! Stríð, morð, bílsslys, nauðganir, sifjaspell, svik, prettir..... æ að maður skuli nenna.... Ég ætla ekki að gefa mig fyrir það að væla yfir því hvers vegna fólk sé vont og vill öðrum illt, við, held nú að heimurinn sé of langt leiddur til að bæta fyrir það... en að sjálfsögðu hefur þetta áhrif á mann, á svona stundum sér maður hvað maður er rosalega lítill í heiminum, en skondið það...
Nýverið hef ég áttað mig á því hvað fríkeypis matur er góður.... þ.e.a.s. þegar maður fær frían mat, frítt kaffi eða eitthvað þvíumtengt.... það bara er svo gott að fá eitthvað ókeypis hahaha...
ég var að skoða spakmæli vikunnar í bókinni minni : Öll verkefni verða auðveldari þegar við njótum leiðsagnar og reynslu þeirra sem eru staðráðnir í því að þau skili arangri! hmm... réttrétt!
Er að drekka Guatemala kaffi..... smá kryddað eftirbragð, milt ljósristað smá rjómakennt caramellubragð.... nammnamm....
Þessi mynd er án efa létt kryddur, dökkristuð með VEL RJÓMAKENNDRI RÖGGU HÓLM!!!! hahahahahahah nammi namm!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.9.2008 | 21:00
þú ert Feit-ur!
Sjúka sjúka fólkið við.... já! Ég fór út að hlaupa áðan...hljóp héðan frá húsinu mínu, alla sæbrautina upp Kleppsveginn með fram sjónum og alla leið up að Holtagörðum þar sem ég lá við sjóinn að gera æfingar og hljóp svo til baka.. líður þokkalega en finnst ég feitastur í heimi!!! maður er svo geðveikuR! Samt ekki sá eini sem hugsa svona, þ.e.a.s. ef maður hreyfir sig ekki í tvær þrjár vikur, þá kemst maður í tölu feitustu á jarðríki!!! maður er solti klikk á stundum. Fór í Ræktina í HÍ áðan, þar sem að árið þar kostar 7000 kall já takk fyrir miera en 30% ódýrara en mánuður í öllum öðrum ræktum en ég skil nú samt afhverju... ég labbaði inn þar sem um 100 manns (er að ýkja) voru og ekki stærra en hænsakofi (en að ýkja)..... ég hugsa ða ég geri vel við mig og skrái mig í einn mánuð á þessum dýru líkamsræktarstöðvum þar sem ég mun allavega hafa pláss til að reka við í það minnsta!!!!
Anywhos þá var ég að vinna í Slatfélaginu í dag á Granda, þar er eitt huggulegasta kaffihús Tes og Kaffis, kannski ég taki bara að mér allla mánudagana þar....ekkert smá huggulegt:)
En lífið er en gott.... hlustaði á Scream með timberland áðan og hugsaði auðvitað bara um 3 stúlkur...jújú Reggzý Amma Gestapó og Harpz!!! hehe langar að kveikja í ykkur öllum.....og til þess ætla ég að nota hárlakk og kveikjara!!!
En til að svara blogginu hennar Völu ef það kemur þá, þá er ég búinn að klippa táneglurar og hana!
Hmm ég googlaði Erlu Karls og þetta var ein fyrsta myndin sem kom...spennandi það!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
21.9.2008 | 16:56
hang me up to dry.....
"Sökum mikilla skúra og sterkra vinda, verðum við að hringsóla um Ísafjarðadjúp í smá tíma áður en við lendum"
hmmm,,, hughreystandi...svona var mín fyrsta upplifun af komu til Ísafjarðar í gær.... og viti menn ég er svo að fara aftur! Ferðin byrjar á skrautlegustu lendingu ævi minnar, en eflaust var það trú flugmanna að flugbrautin sé mýkri í stormi...si? Helga Lind tók svo á móti mér með bros á vör, mér finnst eins og ég hafi alltaf þekkt hana! Leiðin lá fyrst heim til hennar og svo strax niður á Kaffi Edinborg þar sem ég átti að halda námskeið fyrir áhugasama kaffibarþjóna. Ég byrjaði á að skoða vélina hátt og lágt og stilla hana aðeins... merkilegt að vélin var ekki merkt en það var fínt að vinna á hana. Æðislegt hvað allir eru fjölskylduvænir og vinalegir á Ísafirði (svo er líka bara fallegt fólk á Ísafirði!)....namskeiðið gekk vel fyrir sig þar sem ég sýndi þeim undirstöðuatriði í kaffigerð, meðhöndlun og þrifum á Espressovél. Þetta var hresst fólk og allir tilbúnir að læra eitthvað nýtt.
Eftir námskeiðið var haldið á smá rúnt um Ísafjörð og hinir og þessir heimsóttir. Það vill svo skemmtilega til að það var tónlistardagurinn mikli á Ísafirði og opin hús allsstaðar og maður gat kíkt inn hvar sem er á þónokkra tónlistarviðburði í heimahúsum, einnig sá ég eitt fallegasta hús Ísafjarðar, Bjarg! Ég kíkti á stórglæsilega myndlistarsýningu glerlistakonu sem voru ótrúleg, hreint út sagt, stórrglæsleg svo ég spari nú ekki stóru orðin. Einnig fékk ég að hitta hana Albertu mína, vá hvað hún hefur ekkert breyst alltaf sama yndislega Alberta...! En eitt er á hreinu að ég er að fara á Ísafjörð aftur og þá verður það road-trip með kommúnunni! sisisi!
Anna átti Ammli í gær, kom slatti af fólki og átti góðar stundir, þemað var black and shaglicious! við vorum H-e-i-t! Myndataka, kökur og fabulisness! Svo héldum við Sigga og Vala á Kaffibarinn og dönsuðum eins og óðir menn, kíktum á q-bar í hálftíma en fórum svo heim illa sátt við lífið...Sigga settist í poll og Vala reyndi að skríða ofan í húsgrunn á eftir ketti á heimleiðinni...nú skuluð þið reikna út hver var edrú af okkur! Já það var ég!
Móment kvöldsins: Sigga stendur fyrir utan leigubílastoppustöðina hjá Hlölla og ætlar að hringja í leigubíl, segir forlátlega í símann...já Góða Kvöldið það vantar bát fyrir utan Hlölla, nei ég meina Hlölla fyrir utan bát...en svo áttaði hún sig á því að hún var að reyna að panta leigubíl.... kemur Sigga kemur!
Hver vill ekki Siggu...ég bara spyr þetta blogg er án efa tileinkað henni...Sigga þú ert heit!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.9.2008 | 16:46
Maður er soddan Grúppía.....
Það er merkilegt hvað maður getur gert áhugamál sitt að mikilli ástríðu....Eins og flestum er orðið kunnugt er kaffi stór partur af mínu lífi... En Ég hef verið að velta fyrir mér einstaklingum... hvað á ég við... jú einstaklingum sem hafa sérhæft sig í því sama og ég ætla mér að gera.. Kaffi!
Hildur Friðriksdóttir, Jónína Tryggvadóttir, Sonja Grant, Ingibjörg "Imma" Jóna, Kristín Ingimars.... og svo mætti lengi áfram telja.... allt nöfn sem segja sumum ykkar ekki nokkurn skapaðan.. en fyrir mér eru þessar dömur ásamt svo mörgum öðrum, fólk sem ég lýt ótrúlega upp til í mínu fagi og nýti mér öll þau tækifæri sem bjóðast til að læra af þeim, Imma er einmitt að fara að þjálfa mig ásamt liðinu fyrir Evrópumótið í Nóvember:) og Hildur hefur kennt mér allt sem ég kann:) Hún vakti upp þessa ástríðu hjá mér.... Ég er vissum að þið gætuð öll komið með nöfn sem gefur ykkur gæsahúð en ég myndi sjálfsagt ekkert vita hverjir eru.... æ það er svo gaman að vera svona grúppía...
En ástæðan fyrir því að ég fór að blogga um þetta er sú, að ég var í vinnunni í dag og Ása Jelena Petterson labbaði inn á kaffihúsið. Ég þekki hana ekkert persónulega en lít upp til hennar sem einstakling í hennar fagi. Ása hefur náð lengst íslendinga í úrslitum á Heimsmeistaramóti Kaffibarþjóna en hún kom fyrst inn úr undanúrslitum á heimsmeistaramótinu(sem Jónína Tryggva gerði líka 2005) í Boston 2003 og lenti svo í öðru sæti í úrslitum. Hún dæmdi mig líka á síðasta íslandsmeistaramóti.
Það þarf svo lítið til að gera mann ánægðan stundum.... það verður merkilegt að sjá hvernig ég verð í Trieste í nóvember í kringum allt þetta kaffi-fólk sem þar verður:)
Anna Sóley fær sko bros dagsins fyrir að bjóða mér kaffi í dag:) Takk Anna... þú ert æði!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)